Um síðuna
Eldri fréttir
Bækurnar
Bók 1
Bók 2
Bók 3
Bók 4
Bók 5
Bók 6
Bók 7
Orð og nöfn
Heimavistir 
Persónur
Galdraþulur
J.K. Rowling
Ævisaga  
Myndasíða
Verðlaun
Góðverk 
BBC þáttur
Grein eftir HJ 
Viðtöl
Ádeilur
Kvikmyndir
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Fyrir kennara
Viltu leika?
Viðtal/Hayman
Frumsýningar
Leikarar
Daniel Radcliffe

Emma Watson

Rupert Grint
Tom Felton
Sean Biggerst.
Aðrir leikarar
Blaðam.fundur
HBO viðtal
Heimilisföng
FAN-klúbbur
„Fan-art“
„Fan-fiction“
Tagboard
Fastagestir
Afmælisdagabók
Bréf frá gestum
Gestabók
Tenglar
Íslenskir
Erlendir
Leikir
Leikir í gangi
Ýmsir leikir
Annað
Tölvupóstur
English
 

 

 

 

 

 

 

 

Kæri gestur.

Vertu velkomin(n) á Harry Potter síðuna mína. Á þessum síðum er að finna næstum allt sem hægt er að hugsa sér í sambandi við Harry Potter og ég er alltaf að auka úrvalið. Ég reyni að uppfæra næstum daglega og allavega vikulega. Þú sérð ávallt hvenær ég hef síðast uppfært.

Ég vonast til að allir geti notað þessar síður á einhvern hátt. Ef þig langar að setja upp þína Harry Potter síðu og vantar efni, ath. eftirfarandi:

MYNDIR. Þú mátt taka ALLAR MYNDIR sem þú vilt, ég hef ekkert einkaleyfi á þeim.

TEXTI: Ég hef lagt hrikalega mikla vinnu í að skrifa texta og þýða héðan og þaðan. Ef þú ætlar að nota eitthvað sem ég hef skrifað er þér velkomið að taka það, en vinsamlegast taktu fram á síðunni þinni hvaðan það er tekið. Þetta gildir eingöngu um síður sem eru ekki reknar í ábataskyni (þ.e. til að selja eitthvað).


Þessa mynd tók maðurinn minn í janúar 2004 við arininn heima hjá okkur. Ég er svo hrikalega montin á svipinn vegna þess að ég hef lést um 35 kíló síðan 2002.

Um mig
Ég heiti Anna Heiða Pálsdóttir og er fædd 14. maí 1956 (ég á sama afmælisdag og Ólafur Ragnar forseti en er aðeins yngri en hann). Ég átti heima í Skerjafirði sem barn og unglingur (gekk í Melaskóla, Hagaskóla og MR) en bý nú í Tungubakka 34 í Breiðholti.

Ég á tvö börn, Sísí Ástu (21 árs nema í sálfræði við HÍ) og Hilmar Ævar (16 ára nemanda í Breiðholtsskóla sem er á leiðinni í FB). Maðurinn minn, Hilmar Ævar Hilmarsson, vinnur hjá Streng sem er tölvufyrirtæki.

Barnabókmenntir hafa lengi verið mitt áhugamál og ég skrifaði barnabókina Galdrastafir og græn augu sem kom út hjá Máli og menningu árið 1997. Svo ætlaði ég að skrifa framhald næsta ár en var boðið að fara til Englands í doktorsnám í barnabókmenntum haustið 1998.

Þegar ég var nýbyrjuð í náminu úti á Englandi sagði vinkona mín, Jórunn Elídóttir, mér frá bók sem hún hafði nýlega lesið eftir óþekktan höfund, bók sem hét „Harry-eitthvað“. Ég fékk mér fyrstu bókina á ensku og las hana og skildi strax hversu mikið vinkona mín hafði hrifist af henni. Fljótlega kom fyrsta bókin út á íslensku hjá bókaforlaginu Bjarti. Mér fannst ekki mikil umræða á Íslandi um þessar athyglisverðu bækur og allt sem þeim fylgdi, þannig að ég byrjaði með vefsíðu um bækurnar og höfundinn haustið 1999. Ég setti teljara inn á síðuna í október 2000 og alltaf fjölgar heimsóknunum (yfir 100.000 þegar þetta er skrifað 2004).

Þegar ég frétti að það ætti að gera kvikmynd bætti ég inn síðum um hana, og svo síðum um næstu mynd, svo um leikarana, o.s.frv. Nú eru síðurnar fleiri en 130 (HTML skjöl) og myndirnar á milli 500 og 600.

Samt tókst mér að klára námið og útskrifaðist með doktorsgráðu í október 2002. Nú er ég dr. Anna Heiða og vinn í fullri vinnu sem skrifstofustjóri hjá Alcoa á Íslandi, Suðurlandsbraut 12, 108 Rvk. (s. 511 7900). Ég kenni líka ýmislegt um barnabókmenntir við Háskóla Íslands.

Ég þýddi þrjár bækur frá 1999-2001: Gyllta áttavitann, Lúmska hnífinn og Skuggasjónaukann en þú finnur allt um þær HÉR. DÁSAMLEGAR BÆKUR sem ég mæli með í bak og fyrir. Ef þú hefur gaman af HP - færðu enn meiri ánægju út úr Þríkleik Philip Pullmans.

Í fyrra þýddi ég bók sem heitir GALLABUXNAKLÚBBURINN (The Sisterhood of the Travelling Pants - lestu umræður um hana hér og svo er 11 ára stelpa sem skrifar um hana hér.) Mál og menning gefur bókina út. Dásamlega, dásamlega góð bók - ég gleypti hana í mig. Nú er ég að þýða The Second Summer of the Sisterhood - sem kemur út árið 2005.

Við eigum von á kvikmyndum um þríleikinn OG um Gallabuxnaklúbbinn, sem mér finnst frábært!

Svo er ég í samtökum íslenskra barna- og unglingabókahöfunda, SÍUNG (ég gerði vefsíðuna) og er líka í stjórn IBBY sem er félag áhugafólks um bætta barnamenningu (ég sé einnig um vefsíðu IBBY).

Ég hef kynnst svo mikið af fólki í gegnum þessa síðu - og fengið hundruðir af bréfum. Stundum hugsa ég að þetta taki alltof mikinn tíma - ég hef örugglega eytt fleiri þúsundum klukkutíma hérna. Svo finnst mér það þess virði, bara þegar ég fæ eitt fallegt bréf eða góð orð í gestabókina.

Þess vegna tími ég ekki að hætta þessu, þótt ég hafi yfrum nóg annað að gera. Haldið bara áfram að heimsækja þennan stað á Netinu. Það gefur mér ástæðu til að halda áfram.

Fleiri en 100.000 heimsóknir þýðir að þessi síða er til einhvers ... takk!

Bestu kveðjur.

Dr. Anna Heiða

 

 

 

 

 

RITLIST.IS


Ég er með fullt af öðrum síðum á Netinu, t.d. um barnabókahöfunda á Íslandi (SÍUNG), IBBY, um megrun og ég veit ekki hvað. Einnig setti ég upp síðu um mömmu mína sem lést í desember 2003. Smelltu hér til að sjá nokkrar af síðunum mínum