Um síðuna
Eldri fréttir
Bækurnar
Bók 1
Bók 2
Bók 3
Bók 4
Bók 5
Bók 6
Bók 7
Orð og nöfn
Heimavistir 
Persónur
Galdraþulur
J.K. Rowling
Ævisaga  
Myndasíða
Verðlaun
Góðverk 
BBC þáttur
Grein eftir HJ 
Viðtöl
Ádeilur
Kvikmyndir
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Fyrir kennara
Viltu leika?
Viðtal/Hayman
Frumsýningar
Leikarar
Daniel Radcliffe

Emma Watson

Rupert Grint
Tom Felton
Sean Biggerst.
Aðrir leikarar
Blaðam.fundur
HBO viðtal
Heimilisföng
FAN-klúbbur
„Fan-art“
„Fan-fiction“
Tagboard
Fastagestir
Afmælisdagabók
Bréf frá gestum
Gestabók
Tenglar
Íslenskir
Erlendir
Leikir
Leikir í gangi
Spider Frenzy
Broomsticks
BroomstiX
Fill It
Hogwarts
Knockturn Alley
Púsluspil 11
Púsluspil 2
Triwizard 1
Triwizard 2
Tveir leikir
Quidditch
Fleiri leikir 
Annað
Tölvupóstur

 

 


Síðast uppfært
mánudaginn
17. nóv. 2003

LEIKARARNIR: TOM FELTON
- Myndir af af Tom Felton
- Viðtöl við Tom
- Upplýsingar og heimilisfang Tom


Fullt nafn:
Tom Andrew Felton

Ríkisfang: Breskt
Aldur: 16
Fæðingardagur: 22. september, 1987
Háralitur: Brúnn (aflitaður fyrir kvikmyndina!)
Augnalitur: Blár
Heimabær: Effingham, Surrey, Englandi (býr hjá forledrum sínum)
Systkini: 3 eldri bræður, 18, 21 og 22 ára
Uppáhaldsíþrótt: Fiskveiðar
Áhugamál: Fótbolti, skautar, hjólaskautar, körfubolti, krikket, sund, tennis og söngur.
Aðrar kvikmyndir sem hann hefur leikið í:
- „The Borrowers" (1998)
- „Anna and the King" (1999)
- Sjónvarpsþættirnir „Second Sight"

Ef þú vilt skrifa Tom Felton er þetta heimilisfangið:

Tom Felton
c/o Harry Potter and the Chamber of Secrets Production
Leavesden Studios
P.O. Box 3000
Leavesden, Hertsfordshire WD2 7LT
United Kingdom

Af hverju hann byrjaði að leika:
Tom Felton lék í áhugamannaleikfélagi þegar hann var sjö ára gamall. Vinkona foreldra hans, sem er leikkona, sá að í stráknum bjuggu leikhæfileikar. Felton fór að hitta umboðsmann og tveimur vikum seinna (eftir prufutökur sem 400 krakkar tóku þátt í) lenti hann í alþjóðlegri keppni og fór að vinna í útlöndum.

Áhugamál önnur en leiklistin:
Tom er mjög góður söngvari. hann byrjaði að syngja í kirkjukór þegar hann var sjö ára gamall og hefur verið í 4 kórum. Honum var boðið að syngja með Guildford Cathedral kórnum (mjög virtur kór). Honum finnst gaman að rapptónlist, tld. Eminem. Hann er mikill íþróttamaður og hefur gaman af fótbolta, skautaíþróttinni, hjólaskautum, körfubolta, sundi og tennis.

Þegar hann er orðinn stór:
„Ég ætla að taka mér frí til að fara í háskóla, taka háskólapróf og fá gott starf.“

Hugmyndir um gott starf:
Atvinnu-veiðimaður. Tom stundar veiðar nálægt heimabæ hans í Surrey á Englandi og honum finnst gaman að veiða í Manitoba í Kanada.

Tom og „Harry Potter“:
Tom Felton leikur Draco Malfoy, en hann fór fyrst í leikprufu fyrir bæði hlutverk Harry Potter og Ron Weasley. „Það er óneitanlega skemmtilegra að leika vonda strákinn. Miklu betra en að verða einn af góðu strákunum.“

Álit hans á Draco:
„Draco er ekki ógnvekjandi. Hann er ekki stærsti eða sterkasti gæinn í skólanum. Hann er frekar ríkur og snobbaður. Honum finnst hann vera virkilega kúl.“ Tom nýtur þess að segja nafnið, sem honum finnst hljóma næstum eins og James Bond.

Hvað á hann sameiginlegt með Draco?:
Báðum finnst gaman að gretta sig.

Hvernig undirbjó hann sig fyrir hlutverkið?
„Öll þessi glott - ég hafði aldrei gert neitt svona áður. Ég fékk tvítugan bróður minn til að gera mig virkilega reiðan og við æfðum þetta saman.“ HÁRIÐ. „Það var Chris (leikstjórinn) sem fékk þá hugmynd að vatnsgreiða hárið. Það átti fyrst að vera svolítið liðað og svona skolleitt.“ Hann þurfti að lita hárið ljóst að minnsta kosti einu sinni í viku. Hinir leikararnir kölluðu hann stundum ungliða Hitlers þegar hann var með ljósa hárið og alla fordómana.

Hvernig gekk honum að vinna með hinum krökkunum?:
„Allt frá fyrstu kynnum vorum við bestu vinir."

Uppáhaldsdýrið í myndinni:
Kyrkislangan. „Ég fílaði slönguna í botn sem brýst út úr búrinu í upphafi fyrstu myndarinnar. Ég horfði á þetta atriði tekið upp og það var virkilega kúl. Hún var svo stór og feit. . . Uglurnar eru líka kúl en maður getur ekki gælt við þær.“

Um matinn á tökustað:
„Maturinn leit vel út en hann var ekki góður á bragðið. Um það leyti sem Tom og hinir krakkarnir gátu borðað matinn í matsalnum var hann orðinn kaldur. En Tom fannst allt í lagi að borða Fjölbragðabaunirnar. „Ég prófaði þessar sem voru á bragðið eins og ristað brauð með hnetusmjöri, en ég náði aldrei að smakka þessar með horbragðinu.“

Um Harry Potter bækurnar:
Fyrir utan þau atriði sem Draco tekur þátt í hefur hann ekki lesið eina einustu af bókunum fjórum.

Þýðing: Anna Heiða Pálsdóttir

Tenglar:
Ein óopinber aðdáendasíða, TomFelton.com
Önnur ópinber aðdáendasíða, Loppiart.com
Og önnur góð, Tom Felton Fanatics
Ein dökk, Geocities