Á þessari síðu eru myndir af Sean Biggerstaff sem leikur Oliver Wood í kvikmyndunum um Harry Potter.

Vegna mikillar eftirspurnar hef ég safnað saman nokkrum myndum af Sean ásamt helstu upplýsingum. Sean fæddist í Glasgow, Skotlandi 15. mars 1983. Áður en hann lék í HP-myndunum hafði hann leikið Tom í The Winter Guest (1997), sem Alan Rickman (Snape í HP) leikstýrði.

Skyldmenni Sean reka opinbera aðdáendasíðu hans, SeanBiggerstaff.com, en hann hefur t.d. skrifað stutta og skemmtilega ævisögu sína þar. Ef þú vilt skrifa Sean tölvupóst, skaltu fara á aðalsíðuna, skoða dagbækur hans (Sean's Diaries) og neðst í hverri færslu stendur "comment on this article". Sean les allt það sem aðdáendur skrifa þar - en svarar ekki öllum vegna anna. Þú færð senda staðfestingu á móttöku tölvupóstsins þíns.

Hér er svo óopinber aðdáendasíða, með fullt af efni (mér tekst ekki að skoða myndirnar þar): TotallySeanBiggerstaff.com

Ef þú vilt skrifa Sean bréf og senda í pósti:

Sean Biggerstaff
C/O ICM
76 Oxford Street
London, England
W1N OAXSean 9 ára í brúðkaupi frænku sinnar. Af SeanBiggerstaff.com


Mynd af Sean í tímaritinu Vanity Fair í nóvember 2001.


Þetta er svokölluð "portfolio" mynd af Sean sem hann sendir inn þegar hann langar að fá hlutverk. Tekið af aðdáendasíðunni hans.Daníel á tvo hunda, hér er hann með öðrum þeirra


Sean hefur mikinn áhuga á tónlist og er hér með gítarinn sinn.

Sean er (var?) í hljómsveit sem kallast "Crambo"

Sean í hlutverki Tom, ásamt Emmu Thompson í The Winter Guest (1997)