LEIKARARNIR Í KVIKMYNDINNI UM HARRY POTTER
 

Þetta eru krakkarnir sem leika Hermione, Harry og Ron. Um 40 þúsund börn sóttu um að leika þessi hlutverk í kvikmyndinni um Harry Potter. J. K. Rowling er mjög ánægð með valið á leikurunum þremur. „Ég sá prufuna með Dan Radcliffe og ég get ekki ímyndað mér að Chris Columbus hefði getað fundið betri leikara í hlutverk Harry.“ Þau eru með sínar myndasíður. Á þessari síðu finnur þú ýmislegt um hina leikarana.

 

 
Coltrane leikur Hagrid

Hagrid - lyklavörðurinn og eignaumsjónarmaðurinn í Hogwarts - er ein allra litríkasta persónan í Harry Potter bókunum. Mér er það minnistæðast þegar hann kom fljúgandi á mótorhjólinu í fyrstu bókinni og krafðist þess að fá að tala við Harry.

Óskarsverðlaunahafinn og grínistinn ROBBIE COLTRANE leikur vingjarnlega risann Hagrid. Coltrane, sem er fæddur 30 mars 1950, lék í þáttaröðinni CRACKER og í NUNS ON THE RUN og hann lék Valentin Zukovsky í nýju James-Bond-myndinni THE WORLD IS NOT ENOUGH. Einhver sagði að þessi fimmtugi leikari sé hæstánægður með að leika í "krakkamynd". Rowling segir sjálf að enginn annar kæmi til greina í hlutverkið. Ég er hjartanlega sammála henni.

SMELLTU HÉR til að sjá stóra og glæsilega mynd af Hagrid.

 

 

 

 

Rickman leikur Snape

Alan Rickman leikur Snape prófessor. Rickman fæddist þann 21 febrúar 1950. Hann hefur leikið í „Die Hard“, „Robin Hood: Prince of Thieves“, „Rasputin" og „Sense and Sensibility“.

Hann er dökkhærður í Harry Potter myndinni - mér finnst hann nú sætari ljóshærður.

 

ÁSDÍS HULD sendi mér bréf og benti á eftirfarandi:
„Þessi ágæti leikari er líklega þekktastur fyrir að hafa leikið Fógetann af Nottingham í kvikmyndinni „Robin Hood, the Prince of Thieves“ (þar sem Kevin Costner leikur aðalhlutverkið). Fógetinn í þeirri mynd var ekki ósvipaður persónunni Snape, og því var ég hrifin af að heyra að Rickman hefði fengið það hlutverk.“

Ég þakka Ásdísi Huld fyrir upplýsingarnar!

 

Zoe Wanamaker er Madame Hooch
 

Harris leikur Dumbledore

Richard Harris leikur skólastjóra Hogwart, Dumbledore.

Írskt dagblað segir að umboðsmaður hans hafi farið fram á 2% af ágóðanum áður en hann undirritar samninginn (Showbiz Ireland).

Strandvörðurinn David Hasselhoff tekur í hendina á „Dumbledore" á frumsýningu myndarinnar

 

Griffiths er Dursley frændi

Richard Griffiths verður í hlutverki Dursleys frænda og fer örugglega vel með það. Hann er kunnuglegur, karlinn, úr ýmsum breskum myndaflokkum í sjónvarpi og mörgum góðum bíómyndum.

 

 

Devon Murray leikur
Seamus Finnigan

Þessi strákur leikur Seamus Finnigan. Hann heitir Devon Murray og er 11 ára. Hann lék áður í „Angela's Ashes“ og „This is My Father“.

 

Ian Hart er Quirrell prófessor

John Cleese leikur hauslausa drauginn Nick. Hann er hái leikarinn sem lék við miklar vinsældir í bresku sjónvarpsþáttaröðinni Fawlty Towers. Þættirnir hétu á íslensku „Hótel Tindastóll“ (mig langar að þakka Ragnari Þ. Péturssyni, Katrínu Axelsdóttur og Sigrúnu Völu Þorgrímsdóttur fyrir ábendinguna).

Smith leikur McGonagall

Maggie Smith (þú sérð ýmislegt um hana hérna) leikur aðstoðarskólastjóra Hogwarts, Mínervu McGonagall. Maggie hefur hlotið Óskarsverðlaunin og verið tilnefnd til þeirra margoft. Ég minnist hennar helst úr A Room With a View og á auðvelt með að ímynda mér hana sem McGonagall.

 

 

Shaw leikur Petúníu frænku

Hin 36 ára gamla Fiona Shaw leikur hlutverk einnar óvinsælustu manneskjunnar í Harry Potter bókunum, Petúníu frænku. Fiona segir: „Hvert einasta barn á Englandi og um allan heim hatar Petúníu frænku. Ég veit ekki hvort ég verði svo ánægð með hlutverkið þegar ég kem út úr flugvél og lendi í eggjaskothríð eða einhverju svoleiðis!“ Hún kveðst samt ætla að leika í annarri myndinni, og þriðju, og fjórðu, með ánægju, því henni finnst sagan svo skemmtileg. (Empire Online).

Shaw hefur m.a. leikið í „"The Last September", „Richard III", „My Left Foot" og „The Butcher Boy".

Lucius Malfoy

 

 

 

 

Aðrir leikarar

Tom Felton leikur Draco Malfoy. Hann er 13 ára og hefur leikið í kvikmyndum síðan 1996. Þið hafið kannski séð hann leika son Jodie Foster í myndinni Anna and the King. Hann lék einnig í BUGS, breskri þáttaröð. Tom hefur mjög góða rödd og hefur sungið með ýmsum kórum. Hann er mikill íþróttaáhugamaður og leikur fótbolta og körfubolta, rennir sér á skautum og línuskautum, syndir og leikur tennis.