Um síðuna
Eldri fréttir
Bækurnar
Bók 1
Bók 2
Bók 3
Bók 4
Bók 5
Bók 6
Bók 7
Orð og nöfn
Heimavistir
Persónur
Galdraþulur
J.K. Rowling
Ævisaga  
Myndasíða
Verðlaun
Góðverk 
BBC þáttur
Grein eftir HJ 
Viðtöl 2000
Viðtöl 2001
Viðtöl 2002
Viðtöl 2003
Ádeilur
Kvikmyndir
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Fyrir kennara
Viltu leika?
Viðtal/Hayman
Leikarar
Daniel Radcliffe
Daniel myndir

Emma Watson

Emma myndir

Rupert Grint
Rupert myndir
Tom Felton

Tom myndir

Sean Biggerst.
Sean myndir
Aðrir leikarar
Blaðam.fundur
HBO viðtal
Heimilisföng
FAN-klúbbur
„Fan-art“
„Fan-fiction“
Tagboard
Fastagestir
Afmælisdagabók
Bréf frá gestum
Gestabók
Tenglar
Íslenskir
Erlendir
Leikir
Leikir í gangi
Spider Frenzy
Broomsticks
BroomstiX
Fill It
Hogwarts
Knockturn Alley
Púsluspil 11
Púsluspil 2
Triwizard 1
Triwizard 2
Tveir leikir
Quidditch
Fleiri leikir 
Annað
Tölvupóstur

 


Síðast uppfært
2. nóvember 2003

Joanne Kathleen Rowling: æviágrip

Ég fann ágætis yfirlit yfir lífsferil J. K. Rowling á Bookmagazine.com og þýddi það fyrir ykkur. Fyrir neðan er svo æviágrip hennar í stuttum dráttum sem ég var áður búin að þýða.

1960
Faðir Joanne, Peter, vélamaður hjá Rolls Royce í Bristol, kynnist móður hennar, Anne (frönsk í aðra ættina og skosk í hina) sem vann á rannsóknarstofu í lest á leiðinni frá KING'S CROSS brautarstöðinni í London. Hann biður hennar seinna um borð í annarri lest.

1965
Joanne Kathleen Rowling fæðist 31. júlí á Chipping Sodbury sjúkrahúsinu í Gloucestershire.

1971
Þegar Rowling er sex ára skrifar hún fyrstu söguna sína - um kanínu sem fær mislinga. Fjölskyldan flytur frá Yate til Winterbourne, skammt frá Bristol, þar sem Joanne og Di systir hennar leika við nágrannabörnin, m.a. systkini með eftirnafnið POTTER. Ian Potter gerir alls konar prakkarastrik, setur snigla á matardiska og útbýr gildrur á hjálpardekkin á hjóli systur sinnar, Vikkiar. Hann fær jafnvel Jo, Di og Vikki til að hlaupa í gegnum blauta steypu. Stelpurnar hafa yndi af því að klæða sig eins og GALDRAKONUR. (Ian er núna tæknimaður í Yate og Vikki er sölustjóri hjá tölvufyrirtæki).

1974
Fjölskyldan flytur til Tutshill, nærri Chepstow í Wales. Rowling leiðist í nýja skólanum en skemmtir sér við að lesa E. Nesbit, Noel Streatfield, Paul Gallico's Manxmouse, Narníu-bækur C.S. Lewis' og Litla, hvíta hestinn eftir Elizabeth Goudge. Hún skrifar sjálf sögu um sjö demanta með álög.

1976
Jo byrjar í Wyedean Comprehensive, sem er ekki einkaskóli en það er skóli skammt frá sem er með heimavistir er nefnast Armstrong, Bannister, Chichester og Hillary. Elsti og besti trúnaðarvinur hennar er Sean Harris (fyrirmyndin að RON WEASLEY). Hún segir vinum sínum sögur í hádegishléinu. Hún lýsir sjálfri sér á þessum tíma sem stelpu með búllukinnar og gleraugu (fyrirmyndin að HERMIONE) og er með lítið sjálfstraust þar til hún fær sér snertilinsur. Hún gerist mikill aðdáandi Jane Austen.

1980
Móðir Jo greinist með MS (Multiple Sclerosis).

1982
Joanne Rowling er útnefnd „Head Girl“ eða fyrirmyndarnemandi í Wyedean Comprehensive.

1983
Fer í University of Exeter til að læra frönsku og klassískar bókmenntir. Hefur nú hafið í alvöru að safna undarlegum nöfnum.

1985
Er aðstoðarkennari í París í eitt ár sem hluti af prófgráðu.

1987
Útskrifast, vinnur í smátíma hjá Amnesty International og deilir íbúð með vini í Clapham í suðurhluta London. Skrifar í matarhléum á krám og kaffihúsum. Hún byrjar á tveimur skáldsögum fyrir fullorðna.

1988
Vinnur sem ritari í Manchester en er illa við starfið. Notar tímann til að vélrita sögurnar á tölvu.

1990
Joanne er í lest á milli Manchester og KING'S CROSS í London þegar persóna Harry Potter stígur fullsköpuð inn í huga hennar og hún fer að skapa heiminn í Hogwart-galdraskólanum. Því miður hefur hún engan penna eða pappír á sér svo hún leggur þetta allt á minnið.

1990
Móðir hennar deyr 45 ára að aldri úr MS.

1991
Rowling er nú orðin 26 ára og fer til Oporto í Portúgal að kenna ensku. Skrifar tíu mismunandi útgáfur af fyrsta kafla Harry Potter og viskusteinsins. Finnur upp nöfnin á heimavistunum í Hogwart og skrifar þau á ælupoka í flugvél.

1992
Giftist portúgölskum sjónvarpsfréttamanni.

1993
Eignast dótturina Jessicu sem hún nefnir í höfuðið á rithöfundinum Jessicu Mitford, manneskju sem hún dáist mikið að.

1993
Skilur við mann sinn og flytur heim til Bretlands með dótturina, til Edinborgar á Skotlandi þar sem systir hennar, Di, býr, með ferðatösku hálffulla af Harry Potter sögum. Di, sem áður var hjúkrunarkona, er nú komin í laganám. Mánuði eftir endurkomu Joanne flytur forsætisráðherra Bretlands, John Major, ræðu um að einstæðar mæður séu verst stöddu einstaklingar þjóðfélagsins.

1994
Segir Joanne Di systur sinni söguna af Harry Potter. Di er sem betur fer hrifin af henni. Rowling er föst í slæmri aðstöðu sem margir fátækir þekkja - hún býr í tveggja herbergja íbúð, fær ekki pláss á ríkisreknu dagheimili fyrir Jessicu og hefur ekki efni á einkapössun nema hún hafi vinnu. Hún gengur í gegnum þunglyndistímabil (sem vekur hjá henni hugmyndina um „DEMENTORS“ eða vitsugurnar sem sjúga góðar minningar úr mennskum og setja þá á barm örvæntingar). Henni tekst að lifa af 69 pundum (um 8.400 kr.) á viku og sleppir úr máltíðum til að safna peningum fyrir Jessicu. Skrifar Harry Potter á minnisblöð í kaffihúsum í Edinborg og sötrar expresso-kaffi á meðan Jessica sefur í kerrunni sinni. Á kvöldin skrifar hún líka. „Ég skrifaði söguna fyrir sjálfa mig.“

1995
Hún lýkur bókinni og vélritar handritið á ritvél sem hún kaupir á 5.000 kr. Hún hefur ekki efni á að láta ljósrita handritið svo hún vélritar það allt upp á nýtt. Fer á bókasafnið og flettir upp nöfnum á umboðsmönnum og útgefendum. Sendir handrit til tveggja umboðsmanna og eins útgefanda.

1996
Vinnur sem enskukennari á meðan hún bíður eftir svari. Umboðsmaðurinn Christopher Little finnur rétta útgefandann, Bloomsbury.

1997
Í febrúar fær hún styrk frá skoska listamannasjóðnum upp á tæpa milljón ÍSK. Hún kaupir sér tölvu til að ljúka annarri bókinni. Í júní 1997 kemur Harry Potter og viskusteinninn út í Bretlandi. Í september er bókin boðin út í Bandaríkjunum og útgáfufyrirtæki kaupir réttinn á 105.000 dollara (rúmar 7 milljónir), en það er stærri upphæð en nokkur annar barnabókahöfundur hefur fengið. Rowling kaupir sér jakka á 18.000 ísl. kr. til að vera í þegar hún veitir viðtöl.

1998
Harry Potter og leyniklefinn kemur út í Bretlandi í júlí.

1999
Harry Potter og fanginn frá Azkaban kemur út í Bretlandi í júlí og slær Hannibal eftir Thomas Harris úr fyrsta sæti metsölulistans. The New York Times er með Harry Potter bækurnar í fyrstu 3 sætum metsölulistans - það hefur aldrei gerst áður með einn rithöfund. Warner Bros. kaupir kvikmyndaréttinn að fyrstu tveimur bókunum. Rowling krefst þess að þær verði ekki teiknimyndir og að hún fái að samþykkja handritið. Hún segist hlakka til að sjá Quidditch-keppni á tjaldinu og vonar að Robbie Coltrane muni leika Hagrid. Mattel fyrirtækið (sem framleiðir Barbie-dúkkurnar) kaupir framleiðsluréttinn að Harry Potter leikföngum.

2000
Rowling kemst í 24. sæti lista Forbes („Annual Celebrity 100 List“) yfir tekjuhæstu stjörnurnar, á eftir Michael Jordan og á undan Cher, og er ofar öðrum frægum rithöfundum eins og Grisham, Koontz og Chichton. Steve Kloves, handritshöfundur The Fabulous Baker Boys byrjar að skrifa kvikmyndahandritið. Í mars hafa 30 milljónir eintaka selst af bókum Rowling á 35 tungumálum. Í júlí kemur fjórða bókin (Harry Potter og eldbikarinn) út beggja megin Atlantshafsins, í Bretlandi og Bandaríkjunum.

2001
Fyrsta kvikmyndin um Harry Potter frumsýnd í nóvember.


J. K. Rowling

Æviágrip í stuttum dráttum

Harry Potter og viskusteinninn var fyrsta bók J.K. Rowling. Hana hafði lengi langað til að skrifa skáldverk, og ritaði sína fyrstu sögu, sem hún kallaði „Rabbit“ (kanína) 6 ára gömul. Áður en hún fékk hugmyndina að Harry Potter hafði hún skrifað tvær skáldsögur fyrir fullorðna, en ekki fengið þær birtar.

Árið 1990 var Rowling á leið með lest frá Manchester til Lundúna þegar hún fékk skyndilega hugmyndina að barnabók („Hugmyndin kom fljúgandi einhvers staðar að ofan,“ segir hún), og seildist eftir penna til að festa hugmyndina á blað, en fann engan. Þegar heim kom ritaði hún allt niður sem hún hafði hugsað á leiðinni. Þetta var hugmynd um ungan dreng sem lendir í alls konar klandri, og fer í galdraskóla til að læra ýmis galdrabrögð. Rowling datt strax í hug að gera hugmyndina að bókaröð - sjö bækur alls, eina um hvert ár drengsins í galdraskólanum.

Árið 1993 var Joanne Rowling fráskilin og einstæð móðir í Edinborg, með háskólapróf, en atvinnulaus og á bótum frá félagsmálastofnun. Þetta árið sat hún oft á kaffihúsinu „Nicholson“ í Edinborg og skrifaði sögu Harry Potter í minnisbókina sína á meðan litla stúlkan hennar svaf í barnavagni við hlið hennar. Seinna fékk hún starf sem frönskukennari og hlaut einnig styrk frá skoska menningarsjóðnum til að ljúka bókinni.

Það tók Rowling 5 ár að skrifa Harry Potter og viskusteininn. Þegar handritið var tilbúið sendi hún það til útgefenda, en tvö útgáfufyrirtæki höfnuðu því (þeir naga sig eflaust í handarbökin) áður en Bloomsbury samþykkti það.

Hún var þá 33 ára og ákvað að nota rithöfundanafnið „J.K. Rowling“ í stað Joanne Rowling, og halda kyni sínu leyndu þar sem útgáfufyrirtækið taldi að sumir strákar vildu síður lesa bók eftir konu!

Joanne bjó um tíma i Portúgal, sem er hennar uppáhaldsstaður fyrir utan heimaland hennar, Skotland. Faðir dóttur hennar, Jessie, er portúgalskur. Joanne segir að Jessie sé enn of ung (7 ára árið 2000) til að hún lesi Harry Potter bækurnar fyrir hana, en stúlkan hefur mest gaman að Narnia-bókunum.

Bækurnar um Harry Potter eru jafn vinsælar hjá fullorðnum og börnum, og breska fyrirtækið Bloomsbury ákvað að prenta aðra útgáfu bókarinnar með „fullorðinslegri“ kápu svo að fullorðnir þyrftu ekki að skammast sín fyrir að lesa bókina í lestum og flugvélum.

Hvaðan fékk Joanne hugmyndirnar að nöfnum persónanna?

Hedwig (uglan) var nafn á dýrlingi, Dumbledore er fornenskt orð yfir býflugu og Snape er staðarnafn á Englandi.

Nú hefur bókin verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál og verið gefin út m.a. í Bretlandi, Bandaríkjunum, Brasilíu, Hollandi, Frakklandi, Þýzkalandi, Ítalíu, Spáni, Portúgal, Grikklandi, Tékkóslóvakíu, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Japan - og auðvitað á Íslandi.

Eftir útgáfu fyrstu bókarinnar hóf Joanne þegar í stað að skrifa næstu bók, Harry Potter and the Chamber of Secrets (Harry Potter og leyniklefann), og það tók hana um 1 ár að skrifa hana. Þriðja bókin, Harry Potter and the Prisoner of Azkaban (Harry Potter og fanginn frá Azkaban) var um 8 mánuði í ritun, en Joanne segir að það hafi verið full mikið vinnuálag.

Rowling tók sér lengri tíma til að skrifa fjórðu bókina, Harry Potter and the Goblet of Fire (Harry Potter og eldbikarinn) sem kom út hér á Íslandi haustið 2001.

Kvikmyndafyrirtækið Warner keypi kvikmyndaréttinn að bókunum, og var fyrsta myndin frumsýnd í nóvember 2001. Rowling samþykkti handritið, og í fyrstu var reiknað með því að Steven Spielberg leikstýrði myndinni, en hann hafnaði boðinu. Rowling vildi alls ekki að gerð yrði teiknimynd.

Í janúar 2000 var búið að selja 27,5 milljónir eintaka af Harry Potter-bókum í heiminum - þar af 11.000 eintök í íslenskri þýðingu Helgu Haraldsdóttur.

Um jólin 2001 var búið að selja yfir 100 milljónir eintaka af Harry Potter bókum á heimsvísu. Ég er að bíða eftir tölum frá Bjarti um söluna á Íslandi.