Um síðuna
Eldri fréttir
Bækurnar
Bók 1
Bók 2
Bók 3
Bók 4
Bók 5
Bók 6
Bók 7
Orð og nöfn
Heimavistir 
Persónur
Galdraþulur
J.K. Rowling
Ævisaga  
Myndasíða
Verðlaun
Góðverk 
BBC þáttur
Grein eftir HJ 
Viðtöl
Ádeilur
Kvikmyndir
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Fyrir kennara
Viltu leika?
Viðtal/Hayman
Frumsýningar
Leikarar
Daniel Radcliffe

Emma Watson

Rupert Grint
Tom Felton
Sean Biggerst.
Aðrir leikarar
Blaðam.fundur
HBO viðtal
Heimilisföng
FAN-klúbbur
„Fan-art“
„Fan-fiction“
Tagboard
Fastagestir
Afmælisdagabók
Bréf frá gestum
Gestabók
Tenglar
Íslenskir
Erlendir
Leikir
Leikir í gangi
Ýmsir leikir
Annað
Tölvupóstur

 

FAN-BRÉF

BRÉF FRÁ HARRY POTTER AÐDÁANDA
18. okt. 2002

Ég fékk þennan dásamlega tölvupóst frá Pady sem segir frá því hvernig Harry Potter bækurnar breyttu lífi hennar. Þetta er svo dásamleg frásögn að ég set hana hér (hún leyfði mér það).

Kæra Anna Heiða.

Til að byrja með langar mig að segja að heimasíðan þín um Harry Potter er langflottasta íslenska Harry Potter síðan. Anyway, mig langar að segja þér svolítið um mig (by the way, sorry að ég set svona ensk orð inn í stundum, ég tala og skrifa svo mikið á ensku að ég man stundum ekki eitthvað orð í íslensku og skrifa það þá á ensku í staðinn, eða þá að það hljómar bara flottara á ensku). En svona eru staðreyndirnar:

Bróðir minn fékk fyrstu Harry Potter bókina í jólagjöf jólin 1999… og las hana aldrei. Hann hefur svo sem aldrei verið neitt bókelskur, en hann hreint og beint hataði Harry Potter, sérstaklega eftir að ég las bókina og mér fannst hún alveg geðveik. Það var líka henni að þakka að ég byrjaði að lesa svona mikið (og hætti því reyndar næstum alveg eftir að ég las Hringadróttinssögu, mér fannst söguþráðurinn í henni vera svo hægfara að ég nennti aldrei að lesa og fór þannig að lesa miklu minna). Mér fannst líka þá að ég yrði auðvitað að lesa framhaldið (eða alla vega næstu bók), svo að auðvitað gerði ég það. En þá fannst mér þetta ennþá bara ótrúleg og frábær saga, og auðvitað las ég þriðju bókina, Harry Potter og fangann frá Azkaban. Sú bók gerði mig að venjulegum Harry Potter aðdáanda, bara eins og flestir Harry Potter aðdáendur eru í dag.

Fjórða bókin hins vegar, Harry Potter og eldbikarinn, breytti lífi mínu til frambúðar … algjörlega. Í upphafi var Harry Potter það eina sem gerði mig öðruvísi en skólafélagar mínir, en á endanum var ég orðin alger andstæða. Ekki að ég ætli að fara neitt í kringum það sérstaklega, ég tek það bara sem dæmi til að sýna fram á hversu mikið Harry Potter hefur breytt mér. En það skiptir kannski engu máli. Mér er alveg sama þótt þeim líki ekki við mig, ég verð ekki hérna forever hvort eð er. (AHP: Ekki segja svona, Pady, þú verður hérna forever ef Guð gefur).

Í sambandi við þetta fólk sem er ekki hrifið af Harry Potter, þá skil ég það ekki. Ég las grein sem þú þýddir eftir William Holden ég skildi ekkert hvað hann var að fara. Hann bullaði bara eitthvað út í loftið og það endaði með því að ég hætti að lesa það, ég hafði ekki tíma í svona rugl, en samt varð það til þess að ég skrifaði til þín þetta bréf. Og maðurinn sem var á móti Harry Potter, mig minnir að hann hafi verið prestur (og í þetta sinn var það íslenskur maður), hann kom í Kastljósinu einu sinni (AHP: Gunnar í Krossinum).

Hann hafði ekki einu sinni lesið bækurnar og hafði ekki hugmynd um hvað hann væri að gagnrýna. Guð, hvað mig langaði að vera þarna (jafnvel þótt ég þyrfti að koma fram í jafn leiðinlegum þætti og Kastljósinu =)) og segja honum hvað mér fyndist hann asnalegur að lesa bækurnar ekki einu sinni fyrst, áður en hann færi að gagnrýna þær. Og svo var það (minnir mig) í Mósaík þar sem einhver kona sagði að Harry Potter-bækurnar væru mjög líkar gömlu Enid Blyton-bókunum. Þvílíkt kjaftæði, segi ég nú bara. Ég hef sko lesið um 2/3 af þeim bókum og þær líkjast Harry Potter ekki baun. Í fyrsta lagi eru allar Enid Blyton-bækurnar um nákvæmlega sama hlutinn, þær eru allar eins, en í Harry Potter er a.m.k einhver fjölbreytni. Í öðru lagi þá hafa Enid Blyton- bækurnar alltaf fleiri en eina aðalpersónu og þær eru allar jafnar, en hins vegar hefur Harry Potter bara þrjár aðalpersónur (Harry, Hermione og Ron) en sagan er öll séð frá sjónarhorni Harrys.

Anyway, þá er Harry Potter mér mjög mikils virði og ég hef sérstaka tilfinningu tileinkaða bara því að lesa Harry Potter. Ekki svona tilfinningu eins og reiði, gleði, sorg eða annað slíkt, heldur bara hvernig mér leið alltaf þegar ég labbaði heim úr skólanum í grámyglulegu veðri, kannski snjókomu og bleytu og hugsaði til þess að bráðum færi ég að lesa Harry Potter inni í herberginu mínu.

Þessi sama tilfinning er líka svolítið svona eins og það sé sunnudagur og ég er búin að vera að lesa Harry Potter í allan dag og klukkan er svona um 6 leytið, kannski að ganga 7, það er enginn heima og öll ljós slökkt í húsinu og ég fer fram og kveiki á sjónvarpinu og þá eru teiknimyndirnar að byrja, eða þá að þær eru búnar. Þessari tilfinningu fylgir líka alltaf ákveðinn einmanaleiki og kannski er það allt Harry Potter að kenna, en ég er hrifin af þessum bókum samt. Kannski skilur þú þetta ekki, en svona er ég, flókin og furðuleg. Ætli ég hafi nokkuð meira að segja í þetta sinn, en ég lofa að skrifa ef mér dettur eitthvað í hug.

Kveðja, Pady

Anna Heiða: Mér finnst þetta yndislegt bréf og þakka Pady kærlega fyrir að opna hjarta sitt svona fyrir okkur. Þú ert dásamleg, Pady, og það er gott að vera flókinn og furðulegur eins og þú. Annars væri enginn litur í tilverunni.

Ef einhver vill svara Pady eða bæta einhverju hér við, vinsamlegast sendið mér bréf á þetta e-mail. Ef það birtist ekki á síðunni, rekið á eftir mér!