Um síðuna
Eldri fréttir
Bækurnar
Bók 1
Bók 2
Bók 3
Bók 4
Bók 5
Bók 6
Bók 7
Orð og nöfn
Heimavistir 
Persónur
Galdraþulur
J.K. Rowling
Ævisaga  
Myndasíða
Verðlaun
Góðverk 
BBC þáttur
Grein eftir HJ 
Viðtöl
Ádeilur
Kvikmyndir
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Fyrir kennara
Viltu leika?
Viðtal/Hayman
Frumsýningar
Leikarar
Daniel Radcliffe

Emma Watson

Rupert Grint
Tom Felton
Sean Biggerst.
Aðrir leikarar
Blaðam.fundur
HBO viðtal
Heimilisföng
FAN-klúbbur
„Fan-art“
„Fan-fiction“
Tagboard
Fastagestir
Afmælisdagabók
Bréf frá gestum
Gestabók
Tenglar
Íslenskir
Erlendir
Leikir
Leikir í gangi
Ýmsir leikir
Annað
Tölvupóstur
English
 

 

Ýmislegt um bók 6
Inniheldur SPOILER* svo þú skalt ekki lesa þetta nema hafa lesið 5. bókina!
(*
SPOILER þýðir eitthvað sem skemmir spennuna fyrir þeim sem eiga eftir að lesa bók)

Síðast uppfært 4. júlí 2004

Titill verður:
„Harry Potter and the Half Blood Prince“
en það mætti þýða sem
„Harry Potter og kynblendingsprinsinn“

Blaðsíðufjöldi: Svipað og Eldbikarinn (e.t.v. 400-500 síður).

Útgáfudagur: Sennilega á Englandi í sumarið 2005 (vegna þess að síðustu bækur hafa komið út um mitt sumar og þessi nær ekki sumrinu 2004). Ef hún kemur út í júní þar - verður útgáfudagurinn í október-nóvember á Íslandi.

Af frétttasíðunni minni:

Upphafskaflinn í bók sex
Önnur frétt um bók 6 af heimasíðu Rowling - hún segir undir „Ýmislegt“ („Miscellaneous“) um fyrsta kaflann í bók sex: „Ég var mjög nærri því að nota kafla eins og þennan í Viskusteininum (það var einn af upphafsköflunum sem ég tók út), Fanganum frá Azkaban og Fönixreglunni, en núna loksins kom hann vel út, svo hann fær að standa. Og þetta er allt sem ég segi um það, en þegar þú lest kaflann, hafðu í huga að hann er búinn að gerjast í þrettán ár.“
3. júlí 2004

J.K. Rowling um sjöttu bókina
Rowling talar um titilinn á 6. bókinni á heimasíðu sinni - og ég þýddi það lauslega (sem var ekki auðvelt vegna þess hvernig hún skrifar í belg og biðu):

„Jæja, loksins opnaði ég dyrnar og sýndi ykkur titilinn á sjöttu bókinni - alvöru titilinn, þann sem mun prýða bókina þegar hún kemur út, titilinn sem ég hef notað í huganum heillengi. Því miður opnuðust dyrnar sama daginn og gabbið með „Storgé-súluna“ ('Pillar of Storgé') tröllreið öllu, sem varð til þess að margir Harry Potter aðdáendur veltu því fyrir sér hvort ég væri að stríða þeim með því að birta gabb-titil til þess að „kenna göbburum lexíu“ en það er nokkuð sem ég myndi aldrei gera, þar sem þau 99,9% ykkar sem eru ekki gabbarar yrðuð bara rugluð og ráðvillt! Ég reyndi að gefa skýrar vísbendingar um að titillinn bakvið dyrnar væri alvöru titillinn með því að kasta fram „tánaglar-brandaranum“ (sjáið „Rumours“). En til þess að gera hreint fyrir mínum dyrum fyrir fullt og allt ...

Upplýsingar sem þið fáið á þessari síðu eru sannar og nákvæmar (ég geri stundum eitthvert grín en með tímanum lærið þið að sjá hvenær ég er að grínast). Ekki treysta neinum öðrum sem þykjast hafa fundið upplýsingar á þessari síðu sem þið getið ekki nálgast, hversu sannfærandi sem þeir eru.

Ég set aldrei upplýsingar á síðuna mína sem aðdáendur geta ekki lesið strax. Með öðrum orðum, ef einhver þykist hafa „uppgötvað“ skilaboð sem eiga ekki að birtast strax, er hann eða hún að ljúga. Það var aldrei neitt sem skipti máli á bakvið dyrnar þangað til „Vinsamlegast ónáðið ekki“ skiltið var tekið niður!

„Storgé-súlan“ ('The Pillar of Storgé') var aldrei titill sem ég hafði hugsað mér og ég breytti honum ekki á síðustu stundu vegna þess að einhver hafði „komið upp um mig“ (ég dett næstum úr stólnum af hlátri þegar ég les þetta).

Mér til mikillar ánægju voru nokkrir bráðgáfaðir aðdáendur sem sáu að alvöru titillinn var fyrir langa löngu, mögulegur titill fyrir Leyniklefann og uppgötvuðu þannig að hann var ekta. Nokkrir ákaflega mikilvægir punktar í sjöttu bókinni áttu upphaflega að vera í Leyniklefanum en mjög snemma (í fyrsta uppkastinu að Leyniklefanum) áttaði ég mig á því að þessar upplýsingar áttu betur heima í sjöttu bókinni. Ég hef sagt það áður að Leyniklefinn inniheldur nokkrar sérstaklega mikilvægar vísbendingar um það hvernig bókaflokkurinn endar. Ekki jafn margar vísbendingar eins og bók sex, eins og gefur að skilja, en það er samhengi þarna á milli.

Allavega: ef þið haldið áfram að sýna þolinmæði, komist þið að því að „Vinsamlegast ónáðið ekki“ dyrnar munu opnast á ný ... aftur og aftur ... með fleiri vísbendingar um bók sex. En til þess að gefa ykkur smábónus, og bæta ykkur það rugl sem varð í kringum herra eða frú Storgé, ætla ég að segja ykkur svolítið sem þið þurfið ekki að veltast í óvissu um: prinsinn kynblandaði er hvorki Harry né Voldemort. Og þetta er allt sem ég segi um ÞAÐ mál þangað til bókin kemur út.“

Þetta er tekið af heimasíðu J.K. Rowling. Hún sagði í viðtali við BBC árið 2002 að hún hafði ætlað að kalla Leyniklefann „Harry Potter og kynblendingsprinsinn“. Sjá þann hluta viðtalsins hér.
3. júlí 2004

Titill á bók 6
Ég ætlaði ekki að setja inn neinar fréttir fyrr en ég væri búin með Emmu-síðurnar (sem eru langt komnar) en þessi frétt er svo merkileg að ég VERÐ. J.K. Rowling hefur nú látið í ljós titilinn á sjöttu bókinni: HARRY POTTER AND THE HALF BLOOD PRINCE sem ég myndi þýða til bráðabirgða: Harry Potter og kynblandaði prinsinn eða Harry Potter og kynblendingsprinsinn. Ég á nú eftir að hugsa út betri þýðingu. Hingað til hef ég komið fram með þýðingu á bók 3, 4 og 5 sem var svo notuð á bókina, hvort sem um tilviljun er að ræða eða ekki (he, he). Mogginn kom með hryllilega þýðingu, „Harry Potter og hálfi prinsinn“. Halló! Vantaði efri eða neðri hlutann?
3. júlí 2004


Nýjar kenningar (nóv-des. 2003) um sjöttu bókina, aðallega af Mugglenet en þar er að finna samansafn af kenningum sem ég hef þýtt lauslega fyrir ykkur. Ég bæti líka smám saman inn athugasemdum FRÁ YKKUR (sendið mér).

Katta svarar Lilju Björk:
„Voldemort ætlaði að drepa Harry því hann taldi mestu ógnina stafa af honum. Svo ætlaði hann að drepa Neville til að eyða spádómnum með öllu, en allt mistókst vegna móðurástarinnar sem Lily bar til Harry. Neville getur ekki drepið Voldemort því honum var ekki ætlað það, Voldemort valdi hann ekki. Harry var merktur með öri á ennið sem jafningi Voldemorts og er þar með tengdur honum (ef dráp foreldra hans væri tákn þá myndi hann vera tvisvar sinnum merktur eins og þú segir).
Foreldrar Neville voru aldrei drepnir, þau voru pínd þar til þau gengu af vitinu. Þetta er algeng villa, skil þig vel :), gerði hana sjálf einu sinni.
Svo er það annað sem ég kom auga á í fyrri bókunum. Bara lítil getgáta sem gæti kannski gerst seinna:

„He therefore had to endure over an hour of Professor Trelawney, who spent half the lesson telling everyone that the position of Mars with relation to Saturn at that moment meant that people born in July were in great danger of sudden, violent deaths."

Trelawney er aldrei tekin alvarlega, allra síst þegar hún er að spá dauða og hræðilegum örlögum. En það var undantekning þegar Sirius dó, þau sátu þrettán til borðs í Hroðagerði og hann var sá fyrsti sem stóð upp. Einmitt það sem Trelawney varaði við á fyrsta eða öðru ári. Svo þessi „spádómur" þarna uppi gæti vel þýtt eitthvað annað en bara grín.
Svo ég var pæla, Neville er fæddur í júlí eins og Harry, ætli þessi spádómur sé þá um hann?“ (Katta sendi inn 3. desember 2003).

Sebebolimus svarar Lilju Björk:
„Ah ... afsakaðu en... nei. Það eru til aðrar leiðir til að drepa en með sprota, þannig að það að Harry geti ekki háð einvígi við Voldemort þýðir ekki að hann geti ekki drepið hann. Voldemort drap svo sannarlega ekki foreldra Nevilles ... dráparar eftir hið tímabundna fall hans, voru að leita að honum og kvöldu foreldra Nevilles til að reyna að fá þá til að gefa upp staðsetningu hans. En Frank og Alice Longbottom gáfust ekki upp; þau voru kvalin til vitfirringar, og eru nú á sankti Mungos sjúkrahúsinu, en lifandi. Ég hef rekist oft á þetta með Neville ... af hverju tekur fólk ekki mark á J.K Rowling, þegar hún talaði í gegnum Dumbledore og sagði (nokkurn veginn þetta): „Það er enginn vafi á því að spádómurinn snúist um þig“? Af hverju er það ekki nóg til að enda kenningarnar um að Neville drepi Voldemort? Ég meina, ég held að hann eigi eftir að gegna mikilvægu hlutverki, en gerið það fyrir mig að hlusta á Dumbledore í svona tilfellum.“ (Sebebolimus sendi inn 3. desember 2003).

Lilja Björk segir:
„Á síðunni bók 6 hjá þér stendur: „Harry og Voldemort geta ekki háð einvígi vegna þessa að stélfjöður Fawkes var notuð í báða sprotana þannig að álögin verða þveröfug við það sem ætlað er. Harry getur sem sagt ekki notað sprotann sinn gegn sprota Voldemors. Mátturinn til að granda Voldemort verður að koma frá öðrum stað. Hvaðan vitum við ekki – en það verður ekki sprotamáttur (Ashley sendi inn)."
Lilja Björk svarar: „Ég held að svarið við þessu sé að Harry er ekki sá sem mun eyða Voldemort - heldur er það Neville! Spádómurinn getur verið um hann líka, og tæknilega séð „merkti“ Voldemort hann með því að drepa foreldra hans (þó það sé óbeint).“ (Lilja Björk sendi inn 21/11/2003).

Svar Sebebolimusar við nokkrum kenningum.
„Í fyrsta lagi hef ég aldrei trúað því að það verði ástarsamband á milli Harry og Hermione, þar sem ekki neitt, og ég endurtek; ekki neitt, hefur bent til þess eða gefið það í skyn í bókunum hingað til að annað þeirra sé hrifið af hinu eða að þau eigi að byrja saman. Og þetta með að Percy sé að vinna fyrir Fönixregluna finnst mér ólíklegt, ekki höfðu þau fyrir að setja á svið rifrildi með Tonks eða Shacklebolt. Af hverju ættu þau svosem að leyna því fyrir reglunni?
.....Og það sem AlliJ sagði um sigurglampann; þó að Voldemort geti kannski dáið héðan í frá, þýðir ekki að hann geri það. Mátturinn sem er læstur inni finnst mér nokkuð ljóst að sé hjartað, og mér finnst mjög ólíklegt að það hafi átt að vera vafamál, Dumbledore sagði: „... kraftur sem hann þekkir ekki bjargaði þér, hjartað þitt bjargaði þér,“ eða eitthvað þannig, svo að þrátt fyrir að þessi kenning hafi alveg örugglega verið rétt, þá held ég að hún hafi satt að segja verið óþarfi, þar sem það kom fram í bókinni :).
..... Það er einn grundvallarmisskilningur í kenningu Nicole um það sem gerist í lok sjöundu bókar: Spádómurinn segir að annar þeirra drepi hinn, hann segir ekkert um að viðkomandi verði eilífur. Það er ekkert minnst á að enginn geti drepið annan þeirra, þó viðkomandi nái að drepa hinn. (Sent til Önnu Heiðu 1. des. 2003, kær kveðja, Sebebolimus).bebolimus.

Kitta skrifar:
„Ég held að Harry og Voldemort eigi eftir að hittast einu sinni enn áður en annar þeirra verður drepinn. Sko... Voldemort reynir að komast yfir í Muggaheiminn og reynir að troða sér meira inn í þann heim til að nálgast Harry. En þegar Harry fer í skólann verður það erfiðara. Þrívíddarleikur er í gangi í einhverjum galdraskólanum sem gerir Voldemort auðveldara fyrir með að nálgast Harry. Þar eiga þeir að heyja eitthvert einvígi og ég held að Harry hljóti kannski smá-skaða af því. Ástæðan er sú að Voldemort er sterkari nú en áður en það þarf ekkert endilega að vera.
.....Ég held líka að í annaðhvort bók 6 eða bók 7 eigi Harry eftir að ná sambandi við Sirius sem segir honum einhvað sem hann veit og verður Harry mikil hjálp í því. Ég er þó ekki að segja að Sirius snúi aftur. Hann er dáinn. En hann féll í gegnum þetta dauðahlið og ég held af því að þessar raddir koma í gegn að einhver galdramaður - eins og Harry - geti haft samband við þá sem eru hinum megin við hliðið. Ég er líka að vona að það verði einhvað úr í sambandinu á milli Harry og Hermione, að þau verði einhvað náin. Þetta eru mínar kenningar. (Sent til Önnu Heiðu 24. nóv. 2003, kv. Kitta.“

TRELAWNEY
Mikið hefur verið talað um spádóma Trelawneys prófessors. Hún kemur örugglega fram með nýjan í sjöttu bókinni.

EINVÍGIÐ
Harry og Voldemort geta ekki háð einvígi vegna þessa að stélfjöður Fawkes var notuð í báða sprotana þannig að álögin verða þveröfug við það sem ætlað er. Harry getur sem sagt ekki notað sprotann sinn gegn sprota Voldemorts. Mátturinn til að granda Voldemort verður að koma frá öðrum stað. Hvaðan vitum við ekki – en það verður ekki sprotamáttur (Ashley sendi inn).

Fleiri ættartengsl - EVANS?
Dudley barði tíu ára strák sem heitir Mark Evans. Sá er með sama eftirnafn og mamma Harrys. Ég held að hann geti ekki verið óþekktur bróðir Harrys þar sem hann er 10 ára (nema Lily hafi ekki dáið hið örlagaríka kvöld - sem getur ekki verið vegna þess að ást hennar verndar Harry). En getur verið að Lily og Petunia eigi bróður? (Anka sendi inn).

Er Harry ekki erfinginn?
Eftir vísbendingum í fimmtu bókinni er rökrétt að ætla að Harry sé erfingi Síríusar. Þannig að Harry erfir ekki aðeins auðævi Síríusar og eignir hans, heldur líka Hroðagerði (Grimmauld Place) 12, og eignast Kreacher. Harry verður að fela tilfinningar sínar varðandi svikin við Síríus (fyrir Kreacher) og fær mun meiri ábyrgð (Oswaldo sendi inn).

Percy Weasley
Percy skrifaði bréf fyrir Ron sem gagnrýndi Harry og Dumbledore – eða svo virðist alla vega vera. Úr bréfinu má hins vegar lesa aðra hluti: aðvaranir til hópsins, um að Umbridge ætli að ná stjórninni á Hogwarts, að Dumbledore verði e.t.v. vikið úr stöðu skólastjóra, að galdramálaráðherrann ætli að sanna geðveiki Harrys, og margt fleira. Getur þetta þýtt að Percy sé að vinna fyrir Fönixregluna (í leyni), og að kannski hafi herra Weasley og Percy sviðsett slaginn til að hylma yfir þessa staðreynd? (Oswaldo sendi inn).

Hliðið á milli lífs og dauða
Á bls. 861 í bandarísku útgáfunni af Fönixreglunni segir Næstum Hauslausi Nick við Harry: „Ég þekki ekki leyndarmál dauðans . . . ég held að lærðir galdramenn stúderi þessi mál í Ráðgátudeildinni.” Ég geri ráð fyrir að Nick sé, beint eða óbeint, að vísa til hjúpsins sem Síríus féll í gegnum. Það er ekki vitlaust að gera ráð fyrir því að hjúpurinn sé tenging, hlið, gátt, eða hvað sem má kalla það, inn í aðra vídd, þá vídd sem fólk fer í þegar það deyr. Hjúpurinn er kannski tilraun sem “lærðir galdramenn” hafa gert til að hafa samband við framliðna eða mynda tengingu við þessa vídd. Ef svo er, þar sem Síríus dó ekki vegna álaga Bellatrix, heldur vegna þess að hann féll í gegnum þetta „einstefnuop” inn á hinn staðinn, þá eru hvíslraddirnar sem Harry heyrir raddir hinna dauðu. Það þýðir að hjúpurinn sé hálfopinn, svo hægt sé að hafa samband við Síríus seinna – það er, ef einhver kemst nógu nálægt hjúpnum getur hann eða hún talað við hina framliðnu.

Nýr galdramálaráðherra
„Stevie” heldur að herra Weasley verði næsti galdramálaráðherra. Hann dregur þessa ályktun af tvennu: Fudge verður sennilega vikið úr embætti fyrir að segja engum frá Voldemort, og Ron sagði (í bók 5 að það væri “jafn ólíklegt að þeir vinni bikarinn eins og að pabbi verði galdramálaráðherra”). Og þegar Ron segir brandara um eitthvað, reynist hann yfirleitt hafa rétt fyrir sér. Gæti Dumbledore fundið nokkurn betri en hr. Weasley í þessa æðstu stöðu? (Stevie sendi inn).

Er Voldemort nógu mannlegur til að deyja?
Lucy vill halda áfram með kenningu sem átti við bók fimm en reyndist ekki rétt – hún gæti komið fram í síðustu 2 bókunum. Í fyrstu bókinni sagði Hagrid við Harry að hann héldi að það væri ekki nógu miklir mannlegir eiginleikar eftir í Voldemort til að hann gæti dáið. Í fjórðu bókinni þurfti Voldemort að fá blóð til að halda lífi. Í lok fjórðu bókarinnar, eftir að Harry hefur útskýrt hvað Wormtail og Voldemort gerðu honum, er “sigurglampi” í augum Dumbledores. Getur sá glampi hafa komið vegna þess að Voldemort var nógu mannlegur til að deyja? (Lucy sendi inn).

ATHUGASEMD UM ÞETTA FRÁ ALLAJ
Lucy segir að sigurglampi hafi komið í augu Dumbledores af því að hann hafi verið nógu mannlegur til að deyja. En hann var ekki nógu mannlegur fyrr enn nú. Þegar Voldemort ákvað að endurholgast tók hann þá áhættu að verða dauðlegur á ný. Nú getur hann nálgast Harry af því að þeir hafa sama blóð í æðum, en Harry getur þá einnig látið spádóminn rætast. Dumbledore fattaði þetta og þess vegna kom þessi glampi í augun á honum. Með þessu hafði Voldemort undirstrikað sinn eiginn dauðadóm (sent til Önnu Heiðu 23/11/03, HP kveðja Allij).

Mátturinn sem er læstur inni
Á blaðsíðu 835 í bandarísku útgáfunni af Fönixreglunni segir Dumbledore að hann hafi verndað Harry með gömlum göldrum sem Voldemort fyrirleit og vanmat, eða í öðrum orðum, með ást Lilyar sem flæðir um æðar Harrys. Síðar í samtalinu segir Dumbledore að læstu dyrnar í ráðgátudeildinni búi yfir afli sem er „yndislegra og hryllilegra en dauðinn.” Hann segir líka að Harry búi yfir feikimiklu af því afli en Voldemort hafi ekkert af því. Voldemort gat ekki náð tökum á Harry vegna þess að „hann þoldi ekki að búa í líkama sem væri svo fullur af mættinum sem hann fyrirlítur”. Dumbledore segir Harry að hann þyrfti ekki verndargaldur („Occlumency”) vegna þess að hjartað í honum hefði bjargað lífi hans. Getur þetta þýtt að vernd Lyly sé ást? Getur svona mikil ást verið mátturinn í læsta herberginu sem Harry hefur, en ekki Voldemort? Og Voldemort gat þá kannski ekki tekið yfir líkama Harrys vegna þess að hann var fullur af ást móður hans? Voldemort gæti ekki þolað að vera í líkama fullum af móðurást. Voldemort veit ekki hvað móðurást er vegna þess að mamma hans dó þegar hann fæddist. Og hann fékk sannarlega enga ást frá pabba sínum sem henti honum inn á munaðarleysingjahæli.

Er Harry hamskiptingur?
Gæti Harry verið hamskiptingur? Í 1. bók skrifar Rowling að Harry hefi vaxið nýtt hár á inni nóttu eftir að Petunia frænka hans hafi klippt hann illa. Maður verður virkilega að einbeita sér að því að breyta útliti sínu ef maður er hamskiptingur og Harry var að einbeita sér að hárinu vegna þess að hann hafði áhyggjur af útilitinu. (Amanda sendi inn).

Kenningar um bók 7
Einn gestanna á Mugglenet, Nicole, heldur því fram að það sé auðséð hvað gerist í bók númer sjö. Voldemort deyr, þótt það sé óvíst hvort Harry fari með honum eða ekki. Voldemort verður að deyja vegna þess að ef hann lifir áfram og Harry er dáinn, þá deyr hann aldrei. Engin önnur manneskja getur drepið hann samkvæmt spádómnum, hann gæti ekki einu sinni dáið úr elli eða af völdum sjúkdóms vegna þess að hann er ekki lengur dauðlegur. Hann myndi bara lifa að eilífu og smám saman yfirtaka galdraheiminn og muggaheiminn. Enginn rithöfundur með viti myndi láta allan heiminn farast! (Nicole sendi inn).


Ýmislegt sem áður hafði verið sagt um sjöttu bókina:

Harry verður 16 ára.

Peter Pettigrew (Wormtail, Scabbers) kemur sennilega aftur fram á sjónarsviðið þegar Harry finnur græna blysið sem drepur allt illt og bætir allt gott.

Einn orðrómur segir að græni litur blyssins sé í sambandi við augnalit Harrys og sérstaka eiginleika augna hans.

Bróðir Quirrels prófessors kemur til Hogwartskóla sem nýi kennarinn í sjálfsvarnarlist gegn myrkum öflum. En engum líkar við hann, ekki einu sinni Malfoy.

Þessi bróðir er sennilega kominn til að ná fram hefndum á Harry.

Sumir segja að það sé bróðir Lúpins prófessors, Romulus, sem verður kennari í sjálfsvarnarlist gegn myrkum öflum.

Harry og Draco Malfoy verða vinir í smátíma (þetta finnst mér nú nokkuð ólíklegt) en eftir að eitthvað hræðilegt gerist verða þeir óvinir aftur.

 

 

 

Heimasíða Rowling

Nú er J.K. Rowling búin að opna eigin heimasíðu. Þar segir hún ýmislegt um sjálfa sig og bækurnar. Smelltu hér til að heimsækja höfundinn.

 

 

 

 

 
Vefmeistari: Anna Heiða Pálsdóttir 2004